Brim á Bakkanum
brimið þvær hin skreypu sker


29.03.2007 10:25

Hin græna stóriðja.

það er undarlegt að maður skuli hvergi rekast á skoðanir sunnlennskra stjórnmálamanna á verðlagningu raforku til hinnar Sunnlensku stóriðju sem er grænmetisiðnaðurinn. Hversvegna sitja græmetisframleiðendur ekki við sama borð og álverin í þessum efnum? Íslenskt grænmeti er sagt betra að gæðum en annarstaðar í heiminum og ætti góða möguleika á að verða eftirsótt útflutningsvara ef framleiðslukostnaður væri samkeppnisfær við erlenda framleiðslu. Forsenda þess hlýtur að vera ódýrari raforka!

það er í hæsta máta óeðlilegt í þessu ljósi að virkja sunnlensk vatnsföll til að efla atvinnuveg í öðrum landshlutum meðan hin sunnlensk héruð hljóta skarðan hlut frá borði, en ættu öllu heldur að njóta ávaxta egin vatnsfalla
.

Stjórnmálamenn okkar sem virðast hafa mestan áhuga á að tjá skoðanir sínar á klámráðstefnum og bjór í búðum ættu nú að snúa sér að alvörumálum eins og t.d. þessu.

Flettingar í dag: 241
Gestir í dag: 75
Flettingar í gær: 206
Gestir í gær: 75
Samtals flettingar: 2334369
Samtals gestir: 253936
Tölur uppfærðar: 19.6.2019 19:01:36


Veðrið á Bakkanum í dag

Tilkynningar

Brimið á Bakkanum er líka á feacebook


       

Brimið á Bakkanum

Farsími:

8621944

Staðsetning:

Eyrarbakki

Vefmyndavélar

http://www.vegagerdin.is/
 

Ráðhús-Árborgar við Austurveg

Sjávarföll Eyrarbakka - Árborg

Smellið á myndina til að 

fá sjávarhæð í rauntíma.

Eldra efni

Tenglar