22.02.2007 23:15

Veðurskýrsla hefur borist.

Síðunni hefur borist veðurskýrsla um veðurfarið á Eyrarbakka fyrir febrúarmánuð 1881 frá hinum kunna náttúruathugunarmanni hr. P.Níelsen í Húsinu og er hún svo hljóðandi:

Loptþungi:

Meðaltal loptþungans í Febrúar hefur verið 752,3 m.m.* (1002 hpa).Mestur loptþungi hinn 26.febr.  775 m.m. (1033 hpa)

Minstur loptþungi hinn 12.febr. 717 m.m. (955.9 hpa) Umferðarsvæði loptþingdarvísirsins hefir þannig 58 m.m. (77.3 mb)

Vindur:

Eptir vind-tiganum 0-6 hefir vindaflið verið þannig að meðaltali 1.8

Vindaflið 0 (logn) er tekið 6 sinnum, 1 (andvari) 30 sinnum 2 (hægur vindur) 31 sinni, 3 (stinnur vindur) 16 sinnum, 4 (sterkur vindur) 4 sinnum.

Vindurinn hefur verið af þessum áttum:

.          .

N

0 sinnum    

S

2 sinnum

NNW.    

0 sinnum   

SSA.

6 sinnum

NW

2 sinnum

SA

7 sinnum

WNW

3 sinnum

ASA

0 sinnum

W

3 sinnum

A

2

WSW

2 sinnum

ANA

13

SW

0 sinnum

NA

33

SSW

1 sinni

NNA

4

Aðaláttin hefir þannig verið NA.

Hiti:

Hiti í Febrúarmánuði hefir verið að meðaltali -4,1°C 

Meðaltal á morgnana (kl.8) -4,5°C

Meðaltal um miðjan daginn (kl.2) -3,6°C

Meðaltal á kvöldin (kl.9) -4,1°C

Meðaltal mesta hita (Maximumstherm) -2,7°C

Meðaltal minsta hita (Mínimumstherm) -8,2°C

Mestur hiti var hinn 22.febr. +6,1°C

Minstur hiti hinn 14. -18.2°C

Umferðarsvæðið hefir þannig verið 24,3°.

Frostdagar hafa verið 26.

Úrkoma:

Úrkoman í febrúar hefir verið als 93,8 m.m.

Meðaltal úrkomunar á hverjum degi hefir verið 3,3 m.m. Úrkomudagar hafa verið 13. Úrkomulausir dagar voru þannig 15 Mesta úrkoma var hinn 19.febr. 20,3 m.m.

Loptsútlit:

Eptir stiganum 0-10 hefir meðaltal loptþyknisins í febrúarmánuði verið 5,5 m.m

? Alþykt lopt hefir verið 17 sinnum. Heiðskírt lopt hefir verið 6 sinnum.

_____________________

·          758 m.m = Parísarþumlungur

 

 

Eyrarbakka þ.1. Mars 1881

P.Níelsen

 

Á þessum árum voru hafísar algengir fyrir norðurlandi og kuldatíðir með grasbresti og heyskorti um allt land. Þessi febrúarmánuður 1881 hefði þótt sérlega kaldur nú á dögum, en líklegt má telja að meðalhitinn í febrúarmánuði nú 126 árum síðar verði rétt um 0°C

 P.Nielsen var faktor í Húsinu á Eyrarbakka.

Flettingar í dag: 205
Gestir í dag: 127
Flettingar í gær: 168
Gestir í gær: 118
Samtals flettingar: 2846082
Samtals gestir: 347962
Tölur uppfærðar: 28.9.2021 06:14:02